Að þekkja og kunna barnaljóð er einn af þeim þáttum hljóðkerfisvitundar sem börn ná fyrst tökum á. Hér að neðan eru dæmi um vísur, þulur og söngva sem skemmtilegt er að kynna fyrir börnum á leikskólaaldri. Þegar farið er með vísur, þulur og söngva með börnum er hægt að undirstrika tengingu þeirra við fleiri þætti hljóðkerfisvitundar eins og að finna rím eða klappa atkvæði.
Vísur – Verkefnasafnið. Vísur með myndum sem hjálpar barninu að skilja hvað vísurnar fjalla um og eykur orðaforða þeirra. Af síðunni Þarf alltaf að finna upp hjólið? Verkefnasafn. sem er hluti af lokaverkefni Guðlaugar Margrétar Dagbjartsdóttur og Salóme Huldar Gunnarsdóttur til BA gráðu í Þroskaþjálfafræði.
Vísur og þulur. Hér er búið að klippa út vísur og þulur úr bókinni Markviss málörvun. Í bókinni kemur fram að gott er að fara með vísur og þulur fyrir börnin sem þau síðan endurtaka eins og um bergmál sé að ræða. Þá er mikilvægt að halda takti og að ýkja rímið til að leggja áherslu á það enn frekar (Markviss málörvun).
Söngvar með táknum. Á heimasíðu leikskólans Birkilundur í Skagafirði eru nokkur sígild leikskólalög með táknum (Tákn með tali). Eins og fram kemur á heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöð er Tákn með tali tákn sem notuð eru samhliða töluðu orði og styður þannig við málskilning ungra barna. Aðferðin Tákn með tali leggur áherslu á að undirstrika lykilorð hverrar setningar. Því er alls ekki nauðsynlegt að nota öll táknin sem koma fram í söngvunum heldur aðeins aðal atriðin. Nánari upplýsingar um aðferðina Tákn með tali má finna á síðu Ráðgjafar- og greiningarstöð með því að smella hér.
Íslensk barnalög – youtube. Mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að skjáefni fyrir börn. Huga þarf að tungumálinu, taka tillit til aldur barnsins, stilla áhorfinu í hóf og horfa með barninu. Á hlekknum hér að ofan eru einföld og róleg myndbönd með íslenskum barnalögum sem hjálpa börnum að læra og skilja lögin.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.