Hér eru hlekkir að hljóðbókum á íslensku sem gaman er að hlusta á í bílnum, fyrir svefninn eða hvenær sem er.

Bessi Bjarnason segir sögur. Youtuberás með hljóðbókum sem lesnar eru upp af Bessa Bjarnasyni. Þar á meðal eru alþjóðlegar klassískar sögur sem má einnig finna á öðrum tungumálum. Þrír bangsar, þrír litlir grísir, Pétur og Úlfurinn o.fl. sögur. Hér er aðeins upplestur en engar myndir.
Krakkarnir í Kátugötu eru bækur sem gefnar út eru af samgöngustofu. Á Síðunni er hægt að lesa og hlusta á sögurnar og svara spurningum. Á umferðarvefnum má einnig finna ýmsan annan fróðleik og leiki tengt umferðinni á íslensku.
Listin að lesa og skrifa – rafbækur. Vefur á vegum menntamálastofnunar þar sem nálgast má rafbækur og vinnubækur fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri og skrift.
Orðaleikur er þróunarverkefni unnið af MSHA fyrir börn sem læra íslensku sem annað mál. Rafbækurnar eru hluti af þróunarverkefninu en þær leggja inn grunnorðaforða s.s. lýsingarorð, sagnorð, staðsetningar- og afstöðuhugtök o.s.frv. Ég tel að þær nýtist íslenskum börnum erlendis einnig mjög vel og reyndar öllum börnum sem eru að læra grunnorðaforða í íslensku.
Smábókaskápurinn er gagnvirkur vefur inni á krakkavefum menntamálastofnunar. Þar eru nokkrar bækur sem menntamálastofnun hefur gefið út. Á vefnum kemur fram að “börnin geta ýmist lesið textann beint eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni sem ýmist reynir á að raða stöfum rétt í orð (undirbúningur undir stafsetningu) eða raða orðum í setningu (lesskilningur).”
Spotify. Á spotify eru fjölmargar hljóðbækur á íslensku sem er þægilegt að hlusta á í bílnum eða fyrir svefninn. Dæmi um nokkrar eru:
Ávaxtakarfan
Bakkabræður
Benedikt búálfur
Bessi segir börnunum sögur
Dýrin í Hálsaskógi
Eldfærin
Emil í Kattholti
Gosi
Hafið bláa
Hans og Gréta
Kalli á þakinu
Kardemommubærinn
Karíus og Baktus
Lína Langsokkur
Mjallhvít
Móglí
Pétur og úlfurinn
Rauðhetta
Sagan af Argintætu
Strákurinn sem fauk út í veður og vind
sögustund.is
Öskubuska
Upplestur á ýmsum sögum. Youtube rásin Barnaefni á íslensku. Upplestur ýmissa barnabók á íslensku.