Gagnlegir hlekkir

Myndaorðabók. Inni á vefsíðunni fræðsluskot er linkur inná myndaorðabók sem inniheldur grunnorðaforða og stuttar setningar á íslensku.


Orðaleikur er námsefni fyrir leikskólabörn sem hafa íslensku sem annað mál. Þróað af MSHA. Hentar best fyrir yngstu börnin eða börn sem þurfa að byggja grunnorðaforða í íslensku. Þá mæli ég sérstaklega með myndasafninu sem samanstendur af nokkrum orðaþemum og rafbókunum. Verkefnasafnið er líka skemmtilegt fyrir þá sem hafa tök á að prenta út verkefni.

Trappa ehf. er youtube-rás sem talmeinafræðingurinn Tinna Sigurðardóttir stendur á bakvið. Á youtube-rásinni er að finna myndbönd sem örva mál ungra barna, æfa framburð einstakra hljóða og innihalda fróðleik um málþroska barna. Tinna er einnig með facebook síðuna Babbl og spjall.

100 orð. Á vefsíðinu kemur fram um vefinn: “Vefsíðan er ætluð sem kennsluefni við lestrarnám í grunnskóla og miðar að eflingu sjónræns orðaforða. Vefsíðan gengur út á lestur orða af orðalistum af mismunandi erfiðleikastigi.”

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka er heimasíða unnin af Hlín Magnúsdóttur sem hefur mikla reynslu af sérkennslu barna. Þar inni má finna kennsluefni fyrir börn í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Inni á vefnum eru meðal annars tenglarnir: bókstafir, íslenska, lestur og málþroski. Þar eru fjölbreytt verkefni sem hægt er að prenta út endurgjaldslaust.

Undir tenglinum vefverslun er til sölu námsefni sem hún hefur útbúið. Mæli ég þar sérstaklega með bókunum ég læri að lesa – lestrarbækur fyrir byrjendur í lestri. Vel uppsettar og með skemmtilegum myndum fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestri. Á eftir að kynna mér annað námsefni á síðunni sem er til sölu.

Íslenski málhljóðakassinn. Um vefinn kemur eftirfarandi fram “Íslenski málhljóðakassinn er nú aðgengilegur á rafrænu formi og hægt er að prenta efnið út eftir þörfum. Á vefnum eru allir orðalistar og myndir auk bókstafa og fjölbreyttum hugmyndum að vinnu með kassann. Efnið má nota með nemendum á öllum aldri og ÍSAT-nemendum til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun og undirbúa lestur og ritun. “

Á krakkavefum Menntamálstofnunar má finna ýmsa vefi fyrir tölvur og spjaldtölvur sem tengjast íslensku og Íslandi.

Lubbi finnur málbein. Vefsíða með ýmsum hugmyndum og fróðleik tengdum bókinni Lubbi finnur málbein.

Markviss málörvun er bók um þjálfun hljóðkerfisvitunar en hún er grunnurinn að lestrarnámi barna. Í bókinni má meðal annars finna hlutstunar- og rímleiki og hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með aðra þætti hljóðkerfisvitundar.

Myndaþema er fjöltyngisorðabók sem skipt er upp í þemu. Lesa má nánar um Myndaþema með því að smella hér.


„Paxel123 er kennsluvefur með hugmyndum af skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum til útprentunar. Fyrir börn á leikskólaaldri og fram til 10 ára aldurs.