Spurningar

Spurning er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.

Orðaforði tengdur spurningum

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur spurningum sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur annars vegar og 6 ára aldur hins vegar. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Spyrja fjölbreyttra spurninga í daglegu spjalli

Spyrja fjölbreyttra spurninga við lestur bóka

Spyrja fjölbreyttra spurninga út frá sögum sem hlustað er á

Spyrja fjölbreyttra spurninga út frá sjónvarpsefni sem horft er á

Námsefni sem gott er að grípa í

HV – spjöld. Skemmtileg spjöld með spurningum og myndum af þremur svarmöguleikum. Spurningarnar eru út frá spurnarorðunum: Hvað, hvaða, hvar og hverju. Spjöldin eru af síðunni Fjölbreyttar kennsluaðferðir.

Hvar / hvenær. Skemmtileg spjöld með spurningum og myndum af þremur svarmöguleikum. Spurningarnar eru út frá spurnarorðunum: Hvenær, hvað, hvar og hver. Spjöldin eru af síðunni Fjölbreyttar kennsluaðferðir.

Spurnarorð við lestur er skjal til útprentunar sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar lesið er fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára. Þar má sjá hvaða spurnarorð henta aldursbilinu 2 – 3 ára og hvaða spurnarorð er gott að bæta við orðaforða barna á aldrinum 3 – 6 ára samkvæmt Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Með því að hafa spurnarorðin til hliðsjónar er ýtt undir fjölbreyttara val á spurningum við lestur og þar með spurnarorðaforða barnanna. Sjá dæmi á mynd hér að neðan. Athugið að gott er að spyrja einnig opinna spurninga og mögulega framvindu sögunnar eða aðrar vangaveltur um persónur, umhverfi og atburðarrás. Til dæmis, hvað heldur þú að gerist næst? Hvert heldur þú að að þau séu að fara? Hvernig geta þau leyst þetta vandamál?

Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: