Hlekkir að smáforritum og leikjavefjum til málörvunar

Sniðugt forrit sem býður upp á fjölbreytta möguleika í tungumálakennslu. Hentar mjög vel í málörvun þar sem hægt er að vinna með ýmsa orðflokka og fleira. Smellið hér fyrir nánari kynningu.
Þegar komið er inn í forritið smellið á plúsinn neðst á skjánum. Veljið view catalog. Smellið á stækkunarglerið efst í hægra horninu og skrifið hvað það er sem þið leitið eftir t.d. íslenska, rím, dýr. Þá kemur upp það efni sem notendur hafa búið til og deilt með öðrum. Einnig er hægt að fletta upp flokkum á fleiri tungumálum sem barnið er að læra og búa til sitt eigið efni. Um að gera að fikta sig áfram og skoða hvaða möguleika forritið býður upp á.

Í talnalandi (fyrir ipad, iphone og mac). „Í leiknum AFMÆLI Í TALNALANDI er áhersla lögð á hugtaka- og talnaskilning. Jafnframt er lagður grunnur að talnaskráningu (1-9), talnalæsi og unnið með form.“

Lestur er leikur er vefur á vegum Menntamálstofnunar. Á vefnum er þjálfað grunnfærni lesturs.

Lærum og leikum með hljóðin. Um vefinn kemur eftirfarandi fram „Öll íslensku málhljóðin eru kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð. Heiti bókstafanna og hljóð þeirra eru kennd með íslenska fingrastafrófinu um leið og lestrarferlið er undirbúið. Á sama tíma er réttur framburður hljóða kenndur. Aðferðin byggir á áratuga reynslu talmeinafræðings með áherslu á að veita aðgengilega og faglega leiðsögn til foreldra og skóla“.

Orðagull „Meginmarkmið Orðagulls forritsins er að efla orðaforða og styrkja málskilning, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, lesskilning og máltjáningu barna, en samkvæmt höfundunum eru þetta allt mikilvægir undirstöðuþættir máls og læsis.“

Stafaleikur Bínu er á vef Menntamálastofnunar. Þar kemur fram um vefinn: „Æfingar handa börnum sem þurfa skipulega og hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðuatriðum lesturs. Framhald af Stafaleikjum Búa. Fengist við bókstafina e, á, u, æ, ó, o, m, v, n, r: Þekkja heiti, hljóð og stóran staf (Stafir), tengja saman tvö hljóð (Tenging), lestur tveggja og þriggja stafa orða (Lestur), algengar orðmyndir (Orð).“

Stafaleikir Búa er á vef Menntamálstofnunar. Þar kemur fram um vefinn: „Æfingar til að þjálfa nemendur sem þurfa mjög hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lesturs. Aðeins fengist við tíu bókstafi, tengingu tveggja hljóða og 15 algengustu orðmyndir.“

Stafaplánetur er á vef Menntamálastofnunar. Þar kemur fram „Stafaplánetur er gagnvirkur vefur ætlaður börnum sem eru að byrja að læra bókstafina. Á honum eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga skal til stafsins. Vefurinn gengur á allar tegundir tölva, þ. á m. spjaldtölvur.“
Fyrir börn í grunnskóla

Eldgrímur dreki er vefur inn á Menntamálastofnun sem þjálfar börn í samsettum orðum, sérnöfnum og samnöfnum, eintölu og fleirtölu orða og fleiru.

Leikur að íslenskum orðum er fyrir börn á grunnskólaaldri sem þjálfar börn í að lesa og skrifa á íslensku. Getur einnig hentað börnum á leikskólaaldri til að efla orðaforða ef þau fá aðstoð.