Að tengja saman hljóð er einn hljóðkerfishæfniþáttur sem börn ná að öllu jöfnu að tileikna sér um fimm og hálfs árs aldur, eftir að hafa náð tökum á einfaldari þáttum hljóðkerfisvitundar (sjá töflu af læsisvefnum).
Hér að neðan eru tenglar að verkfærum sem börn geta notað til að æfa sig í að tengja saman hljóð tveggja bókstafa. Til að barnið geti leyst verkefnin hér að neðan þarf það því fyrst að hafa náð færninni að tengja bókstafi og hljóð saman.
Tengja tvo bókstafi saman. Fjölbreytt verkefni til útprentunar af vefnum Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Stafaleikur Bínu (mms.is). Undir valmyndinni tenging er lögð áhersla á að tengja saman tvö hljóð.

Stafaleikur Búa (mms.is). Undir valmyndinni tenging er lögð áhersla á að tengja saman tvö hljóð.

Lærum og leikum með hljóðin (app store) “Öll íslensku málhljóðin eru kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð”. Í appinu eru blöðrur sem tveimur bókstöfum hver. Þegar börnin smella á blöðruna springur hún og um leið heyrist hvaða hljóð bókstafirnir mynda saman.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.