
Malorvun.com – Verkfæri til að efla mál barna
Þessi síða veitir foreldrum, og öðrum aðstandendum barna á leikskólaaldri verfæri til að auka við orðaforða og þjálfa hljóðkerfisvitund þeirra. Smelltu á flipann málörvun hér að ofan til að fá upp samansafn af fjölbreyttu efni til að efla mál barna.
Á tenglinum Ganglegir hlekkir og forrit eru tenglar að vefsíðum, forritum og leikjum til að efla mál leikskólabarna á fjölbreyttan hátt. Þar er hægt fletta í gegn og finna viðeigandi efni sem vekur áhuga og hentar aldri og þroska barnsins.
Það er mikilvægt að efla orðaforða barna til að ýta undir málskilning og máltjáningu þeirra. Börn sem hafa góðan orðaforða hafa einnig forskot í námi á börn sem hafa slakari orðaforða, sjá nánar á undirsíðu Miðju máls og læsis. Malorvun.com inniheldur stuttar færslur með tillögum að fjölbreyttum leiðum til málörvunar.
Frekari fróðleikur um mál og læsi barna
Til að leggja grunninn að tungumálafærni barna er mikilvægast að spjalla við börnin á móðurmálinu, leggja orð á hluti og athafnir og lesa fyrir þau og spyrja út úr. Á vefnum Miðja máls og læsis má finna gagnlega bæklinga um mál og læsi barna á mismunandi aldursbili.
Fyrir foreldra og aðra aðstandendur sem vilja kynna sér nánar hvernig best sé að efla mál barna á leikskólaaldri þá getur verið gott að hafa til hliðsjónar faglega leiðsögn um hvaða aðferðir henta aldri og þroska hvers barns fyrir sig. Leikskólarnir á Akranesi tóku sig saman og gáfu út leiðbeiningar um áherslur í málörvun og læsi fyrir foreldra (2020). Leiðbeiningarnar eru mjög gagnlegar en þær má nálgast á tenglinum hér að neðan. Í raun verður þetta afar einfalt þegar maður hefur komið sér af stað.
