Samfélag er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.
Orðaforði tengdur samfélagi
Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur samfélagi sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 6 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.
Í dagsins önn
Spjallið um þjónustustofnanir sem verða á vegi ykkar í göngu- og bílferðum. Spjallið um hugtök tengd samfélaginu sem koma fyrir í bókum, sögum og sjónvarpsefni. |
Námsefni sem gott er að grípa í
Samfélag 3-6 ára – flettibók. Hugtök og myndir tengd samfélaginu sem hægt er að nota sem grundvöll til að spjalla við börnin. Dæmi: Hvað er á myndinni? Hvejir þurfa að nota þjónustuna? Hvenær þarf að nota þjónustuna o.s.frv.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.
2 responses to “Samfélag”
Ágætis efni og myndir.
Ég myndi vilja sjá orðið sjúkrahús notað frekar en spítali.
LikeLike
Takk fyrir ábendinguna. Ég velti þessu einmitt sjálf fyrir mér við gerð efnisins. En orðið spítali er notað í Orðaforðalista Menntamálastofnunar sem ég nota til viðmiðunar. Spurning hvort það þurfi að endurskoða það.
LikeLike