Hljóðgreining er sú færni að geta greint hljóð í sundur. Dæmi: Mús saman stendur af hljóðunum m – ú – s. Börn ná að öllu jöfnu tökum á þessari færni um fimm og hálfs árs aldur, eftir að hafa náð tökum á einfaldari þáttum hljóðkerfisvitundar (sjá töflu af læsisvefnum).
Hér að neðan eru tenglar að verkfærum sem börn geta notað til að æfa sig í að sundurgreina hljóð.

Lestur er leikur (Krakkavefur á síðu Menntamálastofnunar)
Á vefnum Lestur er leikur er hægt að þjálfa sundurgreiningu hljóða með því að smella á valmöguleikana Hlusta á hljóð eða Fyrsti stafurinn.

Froskaleikurinn (app store)
Froskaleikurinn. Í appinu meðal annars ýtt undir hljóðagreiningu. Barnið hlustar eftir hljóði bókstafa og tengir við orð sem byrja á sama hljóði.
Fyrsta og síðasta hljóðið í orðinu. Fjölbreytt verkefni til útprentunar þar sem finna á fyrsta eða síðasta hljóðið í orðinu. Verkefnin eru af vefnum Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.