Matur er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.
Orðaforði tengdur mat
Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur mat sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 6 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.
Í dagsins önn
Spjalla um það sem er í matinn hverju sinni Gera innkaupalista með barninu áður en farið er í búð og hjálpast svo að í búðinni við að finna það sem er á listanum Skoða bækur með myndum af fjölbreyttum mat Bjóða upp á matarleikföng |
Námsefni sem gott er að grípa í
Bjössi bangsi er svangur. Myndbönd af mat sem skiptast í aðalrétt, meðlæti, drykk og eftirrétt. Barnið smellir á hvert myndband fyrir sig og útbýr þannig máltíð handa Bjössa bangsa. Samsetningin getur verið skrítin og skemmtileg. Í lokin verður Bjössi bangsi saddur og má þá heyra hann ropa. Svo má að sjálfsögðu endurtaka leikin að vild og búa til nýja máltíð handa Bjössa. Myndböndin eru útbúin af malorvun.com en myndirnar eru fengnar að láni frá Orðaleik.
100 orð – ávextir og grænmeti. Myndir af 35 tengundum og ávöxtum og grænmeti.
Orðaleikur – matur. Myndasafn af mat sem er hluti af þróunarverkefninu Orðaleikur. Hægt er að vinna með myndasafnið á fjölbreyttan hátt. Fletta í gegnum myndirnar og spjalla um hvað er á þeim. Hvað af þessu borðum við í morgunmat, hádegismat, kaffitíma og kvöldmat. Hvað finnst okkur gott, skrítið, súrt sætt og svo framvegis.
Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.