Fjöldi er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.
Orðaforði tengdur fjölda (3 – 6 ára)
Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur fjölda sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 6 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.
Í dagsins önn
Spjalla við barnið um hugtök sem tengjast fjölda í umhverfinu, bókum og sjónvarpinu Dæmi: hvað eru margar bækur á bókasafninu? hvað eru mörg hrísgrjón í pottinum? hver í fjöldskyldunni vaknaði fyrstur/síðastur? hver er með mest/næstmest/næstminnst/minnst á disknum sínum? hver á stærstu/næst stærstu/ næstminnstu/ minnstu skóna? |
Námsefni sem gott er að grípa í
Orðaleikur – talning 1 – 10. Einfalt spjald með tölustöfunum 1 – 10 og myndir sem hjálpa barninu að átta sig á hve mikill fjöldi er bakvið hvern tölustaf fyrir sig. Spjaldið er inn á vefnum Orðaleikur.is en það var unnið út frá þróunarverkefninu.
Orðaleikur – talnaskilningur 1 – 10. Skemmtilegar myndir sem hjálpa börnum að tengja saman fjölda og tölustaf. Gott að bæta við hugtökunum færri en, fleiri en, jafnmargir, fáir o.s.frv. þegar spjallað er um myndirnar. Dæmi: Ég sé að það eru fleiri á þessari mynd, hvað ætli þeir séu margir? Vá þetta eru margir kjólar, eigum við að telja þá? Myndirnar eru inn á vefnum Orðaleikur.is en þær voru unnar út frá þróunarverkefninu.
Töluheftið mitt. Hefti með tölum frá 1 til 10. Unnið er með hvern tölustaf með því að lita hann – skrifa hann – lita jafn margar stjörnur og tölustafurinn segir til um og að lokum draga hring utan um tölustafinn í tölusúpu. Heftið var unnið af Hlín sem er með vefsíðuna Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Teningaspil – samlagning. Skemmtilegt teningaspil sem æfa börn í einfaldri samlagningu. Spilið er inn á Krakkavefum Menntamálastofnunar.
Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.