Fjöldi er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.
Orðaforði tengdur fjölda (< 3 ára)
Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur fjölda sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.
Í dagsins önn
Spjalla við barnið um hugtök sem tengjast fjölda í umhverfinu, bókum og sjónvarpinu Dæmi: hvað eru margar bækur á bókasafninu? hvað eru mörg hrísgrjón í pottinum? lesa bækur með tölum og talningu telja hluti í bókum |
Námsefni sem gott er að grípa í
Orðaleikur – talning 1 – 10. Einfalt spjald með tölustöfunum 1 – 10 og myndir sem hjálpa barninu að átta sig á hve mikill fjöldi er á bakvið hvern tölustaf fyrir sig. Auðvelt að prenta út til að hengja upp á vegg eða skoða saman á skjánum. Það er skemmtilegt að nota kubba með eða annan áþreifanlegan efnivið sem ykkur dettur í hug til að hjálpa barninu að átta sig á fjölda. Spjaldið er inn á vefnum Orðaleikur.is en það var unnið út frá þróunarverkefninu.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.