Tími

Tími er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.

Orðaforði tengdur tíma (< 3 ára)

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur tíma sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Spjalla við barnið um:

– Hvað þið gerðuð í gær
– Hvað þið eruð að gera núna
– Hvað þið ætlið að gera í dag, í kvöld
– Tíma í bókum og þáttum. Er kvöld, dagur eða nótt?
er sumar, vetur, vor eða haust? o.s.frv.

Passið þó að detta ekki í að spyrja barnið endalausra spurninga heldur frekar lýsa sjálf og bæta þannig nýjum orðum við orðaforða barnsins. Of margar spurningar geta sett of mikla pressu á barnið.

Námsefni sem gott er að grípa í

Leikur að íslenskum orðum – árstíðir (fyrir tölvur). Veljið músina (aðgerðarvalmöguleiki) þegar komið er inn á síðuna. Hjálpið barninu að smella á orðin sem eru falin á myndinni. Þannig má læra nöfnin á mánuðunum og árstíðunum og tengja saman hvaða mánuðir tilheyri hverri árstíð fyrir sig. Vefurinn er einn af krakkavefum Menntamálastofnunar.

Tími – myndabók. Stutt myndabók með fallegum myndum af sólarhringnum og árstíðunum. Flettið í gegnum bókina og ræðið hvað tengist mismunandi dagspörtum og árstíðum. Hvenær er dimmt? hvenær er bjart? hvernær er kalt? hvenær er hlýtt? o.s.frv.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: