Tími

Tími er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.

Orðaforði tengdur tíma (3 – 6 ára)

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur tíma sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 6 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Spjalla við barnið um:

– Hvað þið gerðuð áðan, í gær, í fyrradag
– Hvað þið eruð að gera núna
– Hvað þið ætlið að gera á eftir, á morgun, ekki á morgun heldur hinn, um helgina o.s.frv.
– Tíma í bókum og þáttum.


Passið þó að detta ekki í að spyrja barnið endalausra spurninga heldur frekar lýsa sjálf og bæta þannig nýjum orðum við orðaforða barnsins. Of margar spurningar geta sett of mikla pressu á barnið.

Námsefni sem gott er að grípa í

Hvað tekur langan tíma að…? er skemmtilegt aðferð sem hvetur börnin til að velta tímanum fyrir sér og hversu langan tíma það tekur að framkvæma mismunandi athafnir. Höfundur efnisins er Hlín sem er með vefinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Klukkan. Spjaldtölvuvænn vefur sem er með skemmtilega aðferð fyrir börn til að læra á klukku. Einfaldasti valmöguleikinn er neðst og svo verða valmöguleikarnir meira krefjandi eftir því sem ofar kemur. Krefjandi verkefni fyrir leikskólaaldur en gæti hentað elstu börnunum og börnum sem hafa mikinn áhuga á að læra á klukku. Vefurinn er hluti af Krakkavefum Menntamálastofnunar.

Hægt að bæta við fleiri hugtökum um leið og börnin læra á klukkuna.

Dæmi: Áðan, þegar við borðuðum morgunmat, var klukkan X. Núna er klukkan Y. Á eftir þegar klukkan er verður Z þá er komið kvöld o.s.frv.

Leikur að íslenskum orðum – árstíðir (fyrir tölvur). Veljið músina (aðgerðarvalmöguleiki) þegar komið er inn á síðuna. Börnin smella á orðin sem eru farlin á myndinni og læra þannig nöfnin á mánuðunum og árstíðunum og tengja saman hvaða mánuðir tilheyri hverri árstíð fyrir sig. Vefurinn er einn af krakkavefum Menntamálastofnunar.

Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: