Litir eru einn orðflokkanna úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.
Litir (< 3 ára)
Athugið að þetta er viðmið en taka þarf tillit til málþroska barns og stöðu þessu í íslensku hverju sinni.
Í dagsins önn:
Litir eru augljóslega allt í kringum okkur og auðvelt að finna tækifæri til að spjalla um þá. Hér eru nokkrar hugmyndir.
Námsefni sem gott er að grípa í:
100 orð. Barnið smellir og segir hvaða litur birtist á skjánum.
Litaspjöld. Það er einfaldlega hægt að skoða litaspjöldin saman og spjalla um myndirnar og litina.
Einnig prenta út og hengja upp myndirnar í nokkra daga til áminningar um að spjalla um liti.
Tekið af ordaleikur.is:
Dæmi um verkefni sem hægt er að nota spjöldin í er t.d. að
- draga miða og segja hvað maður fékk og hvernig það er á litinn
- fela myndirnir á víð og dreif í stofunni og leita svo að myndum í ákveðnum lit o.s.frv.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.