Farartæki

Farartæki er einn orðflokkanna úr  Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.


Farartæki (< 3 ára)

bíll, jeppi, sportbíll, vörubíll, flutningabíll, slökkviliðsbíll, sjúkrabíll, lögreglubíll,

olíubíll, kranabíll, ruslabíll, húsbíll, hjólhýsi, traktor, grafa, rúta, strætó, lest,

vagn, hjól, þríhjól, mótorhjól, fjórhjól, snjósleði, sleðo, snjóþota, bátur,

fiskibátur, skip, skúta, flugvél, þota


Í dagsins önn

Spjalla um farartæki sem við sjáum í umferðinni og sjónvarpinu.

Draga fram dóta farartæki sem leynast ef til vill á heimilinu.

Skoða bækur um farartæki

Veita farartækjum í almennum bókum sem við lesum fyrir barnið sérstaka athygli.


Námefni sem gott er að grípa í

Farartæki Orðaleikur. Einfaldar, teiknaðar myndir sem henta vel fyrir yngstu börnin. Gaman að fletta í gegn, skoða farartækin, hvernig þau eru á litin o.s.frv. Hluti af námsefni Orðaleiks. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

Nafn og hljóð ökutækja. Einfalt myndband með nöfnum og hljóðum ökutækja af síðunni Barnalög á Youtube. Skemmtileg leið til að ýta undir hljóðamyndun og efla orðaforða.

Farartæki 0 – 3 ára. Hér er bók með myndum af farartækjum sem ég útbjó. Bókin er gerð útfrá lista Orðaforðalista Menntamálastofnunar um farartæki sem gott er að börn hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur. Í bókinni eru ljósmyndir og flóknari myndir en hér að ofan. Gaman að skoða þessar skemmtilegu myndir með börnunum, velta fyrir sér hvaða farartæki eru á myndunum og umhverfi þeirra. Eru þau að fara hægt, hratt? hvar eru þau? hvernig og hvenær er hægt að nota þau o.s.frv.

Bitsboard er forrit (app) sem ég mæli virkilega með. ATH aðeins fyrir apple vörur (sjá hér). Inni á bitsboard hef ég sett saman málörvun tengda farartækjum. Inn á því er bingójöfnuspil (memory cards), minnisspjöld (flashcards) og ýttu á myndina (photo touch). Sjá leiðbeiningar hér að neðan. Þar að auki er hafstjór að öðru efni til málörvunar.

Stuttar leiðbeiningar fyrir bitsboard:

Þegar forritið er opnað ýtið á plúsinn niðri í hægra horni skjásins

Því næst view catalog

stækkunarglerið uppi í hægra horninu.

Skrifið íslenskan mín í leitargluggann.

Því næst þarf að biðja um leyfi til að join class.

Eftir það getið þið nálgast allt það efni sem ég hef sett inn á bitsboard.


Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: