Ég heiti Hildur Sigurjónsdóttir og er leikskólakennari frá Íslandi. Árið 2014 útskrifaðist ég frá Háskólanum á Akureyri með MEd í menntunarfræðum á yngsta stigi. Síðan þá hef ég starfað sem leikskólakennari í tveimur leikskólum, Krógabóli á Akureyri og Vallarseli á Akranesi.
Þegar ég vann á Krógabóli var mikil áhersla lög á læsi og snjalltækni og á árunum 2014-2018 vann leikskólinn að þróunarverkefni því tengdu.
Á Vallarseli er mikið lagt upp úr fjölmenningu og læsi fyrir tví- og fjöltyngd börn.
Þegar ég flutti til Danmerkur í júlí síðastliðnum ásamt manninum mínum og tveimur börnum var ég ákveðin í að leggja strax áherslu á að viðhalda móðurmáli barnanna minna í nýju máluhverfi. Ég fór því að safna saman ýmsu efni og hugmyndum frá ýmsum gagnlegum vefsíðum og smáforritum fyrir snjalltæki. Í þessum hafsjó af hugmyndum getur tekið tíma að finna það efni sem leitað er eftir. Til að auðvelda aðgengi og afmarka efni sem eflir íslensku barna ákvað ég því að setja upp heimasíðu. Vonandi verður síðan til þess að fleiri munu nýta sér það gagnlega efni sem til er til að stuðla að betri íslensku kunnáttu barnanna sinna.
Ef þú hefur hugmyndir af efni inn á síðuna þá máttu endilega senda mér póst á hildursigurjonsd@gmail.com