Þegar halda þarf samverustund með stuttum fyrirvara er gott að vera með hugmyndabanka af efni til að grípa í. Hér er samantekt af nokkrum hugmyndum sem nýtast ykkur vonandi vel.
P.s. Það á eftir að bæta inn fleiru efni inn á síðuna.
Ef þú veist um skemmtilegar hugmyndir fyrir samverustundir og vilt deila hér á vefnum væri gaman að fá tölvupóst á netfangið hildursigurjonsd@gmail.com.
Myndir við barnasöngva. Myndir við lögin: Fimm litlir apar, meistri Jakob, Maja maríuhæna, dúkkan hennar Dóru, litalagið og Kalli litli kónguló. Myndirnar eru prentaðar út og plastaðar. Með því að nota myndir við lög sem eru sungin í samverustundum er betra að fanga athygli barna og hjálpar þeim að skilja textann betur. Hægt er að velja á milli þess að skoða myndirnar eða hlaða þeim niður.
Vísur – Verkefnasafnið. Vísur með myndum sem hjálpar barninu að skilja hvað vísurnar fjalla um og eykur orðaforða þeirra. Af síðunni Þarf alltaf að finna upp hjólið? Verkefnasafn. sem er hluti af lokaverkefni Guðlaugar Margrétar Dagbjartsdóttur og Salóme Huldar Gunnarsdóttur til BA gráðu í Þroskaþjálfafræði.
Hreyfing – myndir. Myndir sem tengjast hreyfingu fyrir börn á aldrinu 2 – 6 ára. Prentið myndirnar út og plastið. Skoðið hugtökin og myndirnar sem þeim tengjast og hreyfið ykkur í takt (sjá dæmi hér að neðan). Hægt er að velja á milli þess að skoða myndirnar eða hlaða þeim niður.
Hvert er húsdýrið. Spjöld með skemmtilegum og einföldum gátum um húsdýr. Verkefnið er á vefnum Út fyrir bókina.
Dýraspjöld. Spjöld með skemmtilegum og einföldum gátum um dýr. Verkefnið er á vefnum Út fyrir bókina.