Rím er einn þáttur hljóðkerfisvitundar sem hægt er að þjálfa á fjölbreyttan hátt. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir um hvernig hægt er að leggja inn rím hjá börnum á leikskólaaldri.
Í dagsins önn
Lesa bækur og ljóð sem ríma Hlusta á og syngja lög Spjalla um orð sem ríma Búa til bullurím |
Námsefni sem gott er að grípa í
Hvað rímar við…? er stutt bók með rímorðum. Barnið flettir blaðsíðunni til að kíkja á svarið undir græna kassanum. Sjá dæmi hér að neðan.

Vísur og þulur. Hér eru vísur og þulur úr bókinni Markviss málörvun. Hvaða orð í vísunum ríma?
Að ríma saman. (Spjöld til útprenntunar). Rímorð, myndir og leiðbeiningar af Læsisvefnum.
Ég á – Hver á? Rím. (Spjöld til útprenntunnar) Skemmtilegt spil af vefnum Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.
Rím – orð og myndir til útprentunar. Í þessu verkefni para nemendur saman mynd og orð sem ríma. Af vefnum Út fyrir bókina.
Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.