3 leiðir til að styðja við málörvun í leik barna

Ekki er hægt að fjalla um nám og þroska barna án þess að nefna leikinn en hann er aðal náms- og þroskaleið þeirra. Börn læra mest þegar leikurinn er sjálfsprottinn og þau fá sjálf rými og tíma til að skapa og þróa leikinn (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Þó er ýmislegt sem kennarar og forráðamenn geta gert til að styðja við málþroska í leik barnanna.

  1. Styðja við félagsfærni. Félagsfærni barna er mikilvæg til að ýta undir sjálfsöryggi og gefandi samskipti barnsins í leik. Börn eru mis fær í félagslegum samskiptum og því þarf að vera vakandi fyrir færni þeirra á þessu sviði og veita börnum sem búa yfir slakri félagsfærni stuðning. Með aukinni félagsfærni öðlast barnið fleiri tækifæri til að efla mál sitt í gegnum leik við önnur börn.

  2. Skapa hvetjandi leikumhverfi. Mikilvægt er að leikföng og annað leikefni sé fjölbreytt og hvetjandi og að börnin hafi gott aðgengi að því. Gott er að hafa skipulag á leikföngunum og bjóða ekki upp á of mikið í einu. Einnig er hægt að stilla leikföngunum upp á skemmtilegan hátt sem vekur áhuga barnsins og hvetur þau til leiks (e. invitation to play). Dæmi: Þegar barnið kemur heim úr leikskólanum er búið að setja upp byrjun á skemmtilegri lestarbraut sem getur fangað athygli barnsins. Það getur hvatt það til að halda áfram með lestarbrautina og farið í lestarleik. Barnið notar tungumálið til að skipuleggja og þróa leikinn og þannig ýtur leikurinn undir málþroska barnsins.

  3. Vera vakandi fyrir tækifærum í leiknum til að ýta undir áhuga og þekkingu barna. Veldu stundir þar sem þú ert til staðar fyrir barnið þegar það leikur sér, fylgist með leiknum, sýnir leiknum áhuga og ert tilbúin að taka þátt út frá forsendum barnsins. Þá getur þú nýtt tækifærið til að leggja orð á hluti og athafnir og spurt opinna spurninga sem tengjast leiknum. Dæmi: ég sé að þú ert að byggja úr rauðu kubbunum, hvað ertu að hugsa um að byggja?

Leikurinn örvar ekki aðeins mál barna heldur alhliða þroska og er eins og áður segir aðal náms- og þroskaleið barna. Verum því meðvituð um að skapa rými og tíma fyrir leikinn.

Heimildir

Aðalnámskrá leikskóla 2011 /2011.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: