Fatnaður

Fatnaður er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.

Orðaforði tengdur fatnaði

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur fatnaði sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur annars vegar og 6 ára aldur hins vegar. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.


Námsefni sem gott er að grípa í


Leikur að íslenskum orðum – föt. Leikjavefur sem er hluti af krakkavefum Menntamálastofnunar. Smelltu á myndina af músinni neðst á skjánum. Barnið smellir svo á kassana sem birtast á myndinni til að læra orðaforða sem tengist fötum.

Orðaleikur – fatnaður. Myndir af fatnaði. Flettið í gegnum myndirnar og ræðið hvaða fatnaður er á hverri mynd fyrir sig, hvernig við notum hann, hvenær og til hvers. Hluti af námsefninu Orðaleikur.

Ég á – hver á? Fatnaður. Spilastokkur til útprentunar.

„Leikreglur:
Spilastokknum er skipt á milli nemenda.
Sá nemandi sem er með fyrsta spjaldið leggur það út og spyr “hver á”,
sá sem á myndina/orðið sem spurt er um leggur sitt spjald yfir og segir
“ég á …. hver á …” og svo koll af kolli þangað til síðasta spjaldið er lagt fram.“ Af vefnum Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka.

Föt – hugmyndir fyrir málörvun. Hugmyndir frá leikskólanum Iðavelli um hvernig hægt er að vinna með orðaþemað föt.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: