Afstaða

Afstaða er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.

Orðaforði tengdur afstöðu

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur afstöðu sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 6 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Spjalla um staðsetningar- og afstöðuhugtök í daglegu tali. Til dæmis: við skulum setja kubbana ofan í kassann,

Spjalla um staðsetningar- og afstöðuhugtök við lestur bóka.


Námsefni sem gott er að grípa í

Hvar er risaeðlan – bók. Bók með afstöðuhugtökum, ætluð börnum á aldrinum 3 – 6 ára. Barnið flettir í gegnum bókina og finnur út hvar risaeðlan er staðsett.

Hvar er risaeðlan – myndband. Myndband með sömu myndum og hugtökum og í bókinni hér að ofan. Barnið smellir á play og stöðvar svo myndbandið. Því næst skoðar það myndina sem birtist á skjánum og segir til um hvar risaeðlan er staðsett. Leikurinn er síðan endurtekinn að vild.

Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: