Veðurfar

Veðurfar er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.

Orðaforði tengdur veðurfari

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur veðurfari sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Spjalla um veðurfarið hverju sinni, hvaða áhrif það hefur og hvernig gott er að klæða sig

Spjalla um veðurfar í bókum, sögum og sjónvarpsefni. Sérstaklega þegar það hefur mikil áhrif á atburðarrás.

Námsefni sem gott er að grípa í

Orðaleikur – veður. Myndir af mismunandi veðurfari sem gaman er að skoða með börnunum og spjalla um veðrið á myndunum, hvað er skemmtilegt að gera úti í mismunandi veðurfari og hvernig er gott að klæða sig. Myndirnar eru hluti af þróunarverkefninu Orðaleikur sem unnið var af MSHA.

Veðurfræðingurinn. Barnið smellir á myndbandið þannig að örin snúist. Stoppar síðan myndbandið og segir frá hvernig veðurfar örin bendir á. Einnig er hægt að spjalla um hvað er skemmtilegt að gera úti í þess lags veðurfari, hvernig er best að klæða sig, hvort það sé hlýtt eða kalt, blautt eða þurrt og svo framvegis. Svo smellir barnið aftur á myndbandið og endurtekur leikinn. Einnig hægt að nota í samverustundum í leikskólum þar sem börnin skiptast á að vera veðurfræðingar.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: