Persónur

Persónur er einn orðflokkur úr Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokkinn.

Orðaforði tengdur persónum 

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur persónum sem gott er að hafi á valdi sínu fyrir 3 ára aldur. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Skoða saman myndir af fjölskyldumeðlimum og frændfólki og spjalla um hvernig þeir tengjast barninu.

Skoða saman myndir úr leikskólastarfi og spjalla um nöfn kennara, leiðbeinanda og barna.

Spjalla um persónur í bókum, sjónvarpi og umhverfi. Hver er fullorðinn og hver er barn? Hvaða starfi gegnir fólkið o.s.frv.

Námsefni sem gott er að grípa í

Leikur að íslenskum orðum er vefur á síðu Menntamálastofnunar. Smelltu á músina og þá birtast ferningar hjá hverri persónu fyrir sig. Hjálpaðu barninu að smella á ferningana til að heyra hvernig hver persóna tengist inn í fjölskylduna á myndinni. Hægt er að tengja persónurnar á myndinni við eigin fjölskyldu. Dæmi: Þetta er frænkan… átt þú einhverja frænku? Hvað heitir hún? o.s.frv.

Orðaleikur – persónur. Fjölbreyttar og skemmtilegar myndir af fólki. Skemmtileg uppspretta umræðna um hvað einkennir mismunandi persónur. Hverjir á myndinni eru börn og hverjir eru fullorðnir? gæti einhver á myndinni verið mamma? en afi? o.s.frv. Gaman er að sjá hvort og hvernig pælingar koma frá barninu út frá myndunum og ræða þær.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: