Tengja bókstaf og hljóð

Ein helsta forsenda þess að læra að lesa er að brjóta lestrarkóðann eða með öðrum orðum að læra að tengja saman nógu marga bókstafi og hljóð til að geta lesið. Samkvæmt rannsókn sem Hermundur Sigmundsson o.fl. (2020) gerðu meðal norskra barna höfðu börn sem voru búin að ná tökum á lestri að meðaltali þekkingu á hljóðum 23 bókstafa.

Það getur því verið til mikils að vinna að nýta skemmtilegar aðferðir til að hjálpa börnum á leikskólaaldri að tengja saman bókstafi og hljóð þeirra ef áhugi þeirra er fyrir hendi. Hér að neðan eru dæmi hvaða aðferðir þú getur notað til að hjálpa barninu þínu að brjóta lestrarkóðann.

Það er þó mikilvægt að vera næmur á hvort ung börn séu tilbúin og hafi áhuga á að þjálfa tengsl bókstafs og hljóðs. Ef byrjað er að ýta á þau of snemma getur það haft í för með sér frammistöðukvíða og neikvætt viðhorf til lesturs.

Lykillinn er því að kynna börn fyrir fjölbreyttu efni, sem ýtir undir þekkingu á tengslum bókstafs og hljóðs, á skemmtilegan hátt og leyfa hverju barni fyrir sig að leiða framhaldið.


Í dagsins önn

Lestur stafrófs / málhljóða bóka (sjá tillögur hér að neðan)

Finna út fyrsta málhljóð/bókstaf nánustu vina og fjölskyldumeðlima


Reyna að finna hluti í umhverfinu sem byrja á ákveðnu málhljóði/bókstaf


Námsefni sem gott er að grípa í

Stafaplánetur (mms.is)

Mjög einfaldur vefur um heiti bókstafa og hljóð þeirra.

Lestur er leikur (mms.is)

Undir valmyndinni fyrsti stafurinn er lögð áhersla á að tengja orð við fyrsta stafinn. Upp kemur mynd af orðinu, orðið er lesið upp og barnið velur á milli þriggja bókstafa.

Stafaleikur Bínu (mms.is)

Undir valmyndinni stafir er lögð áhersla á að tengja bókstafi við málhljóð og hástaf og lágstaf.

Stafaleikur Búa (mms.is)

Undir valmyndinni stafir er lögð áhersla á að tengja bókstafi við málhljóð og hástaf og lágstaf.

Lærum og leikum með hljóðin (app store)

“Öll íslensku málhljóðin eru kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð”. Smellið á myndina fyrir nánari upplýsingar


Bókameðmæli

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: