Umhverfi – inni

Umhverfi – inni er einn orðflokkanna úr  Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.

Orðaforði tengdur umhverfi – inni (3 – 6 ára)

Smellið hér til að nálgast orðaforða sem er tengdur umhverfi inni sem gott er að 6 ára börn hafi á valdi sínu. Athugið að námsefnið hér að neðan inniheldur ekki öll orðin af orðaforðalistanum. Listinn er einungis notaður sem innblástur til að finna efni við hæfi.

Í dagsins önn

Leggja orð á og spjalla um hluti sem þið notið

Leyfa börnunum að aðstoða við eldamennsku, bakstur og að leggja á borð, leggja orð á hlutina og spjalla um til hvers þeir eru notaðir

Gefa umhverfi – inni sérstakan gaum við lestur bóka

Draga fram leikföng sem tengjast umhverfi inni fram og jafnvel setja það upp á þann hátt að barnið freistist frekar til að leika með það

Námsefni sem gott er að grípa í

100 orð – Heimilisorð. Barnið klikkar á skjáinn og segir hvaða hlut það sér á myndinni sem kemur upp. Skemmtileg viðbót væri að finna hlutinn einnig á heimilinu ef hann er til. Einnig hægt að spjalla um hlutinn til dæmis notagildi, hvar hann sé geymdur og hver á heimilinu notar hann.

Leikur að íslenskum orðum. Leikur sem aðstoðar börn að læra heitin á ýmsum hlutum og hvernig orðin eru skrifuð. Veljið hús frá 1-4 eða myndina af stráknum við skrifborðið (skóli) til að leggja inn orðaforða sem tengist umhverfi – inni. Fyrir leikskólabörn mæli ég með að smella síðan á músina (aðgerðarmöguleika). Þá geta þau smellt á húsgögn, heimilistæki eða hluti, heyrt hvað það kallast og hvernig orðið er skrifað. Einnig er hægt að smella á höndina (aðgerðarmöguleika), orðið sem kemur upp er lesið fyrir barnið og barnið dregur það á réttan stað. Sá aðgerðamöguleiki hentar börnum sem eru að byrja að lesa.

Orðagull. Í smáforritinu (appinu) eru verkefni tengd umhverfi – inni . Smellið á borð númer 4, 5, 6 og 13 og fylgið fyrirmælum. Virkilega vandað app sem styrkir orðaforða, málskilning, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, lesskilning og máltjáningu barna. Hentar elstu börnum í leikskóla. Á síðu Miðju, máls og læsis má nálgast leiðbeiningar um appið. Smellið hér fyrir leiðbeiningar.

Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: