Farartæki

Farartæki er einn orðflokkanna úr  Orðaforðalista Menntamálastofnunar. Athugið að listann skal aðeins nota sem viðmið sjá nánar hér. Hér að neðan eru hugmyndir um hvernig vinna megi með orðflokinn.

Farartæki (3 – 6 ára)

Í dagsins önn

Námsefni sem gott er að grípa í

Nafn og hljóð ökutækja. Einfalt myndband með nöfnum og hljóðum ökutækja af síðunni Barnalög á Youtube. Eigið góða stund með því að horfa saman á myndbandið og spjalla um farartækin sem birtast á skjánum. Ef barnið á annað móðurmál en íslensku er gott að ræða hvað farartækin heita á íslensku og móðurmálinu.

Orðagull. Í smáforritinu (appinu) Orðagull eru verkefni tengd farartækjum og umferðinni. Smellið á borð númer 11 og 14 og fylgið fyrirmælum. Á síðu Miðju, máls og læsis má nálgast leiðbeiningar um appið. Smellið hér fyrir leiðbeiningar.

Bitsboard er forrit (app) sem ég mæli virkilega með. ATH aðeins fyrir apple vörur (sjá hér). Inni á bitsboard hef ég sett saman málörvun tengda farartækjum. Inn á því er bingó, jöfnuspil (memory cards), minnisspjöld (flashcards) og ýttu á myndina (photo touch). Sjá leiðbeiningar hér að neðan. Þar að auki er hafstjór að öðru efni til málörvunar.

Stuttar leiðbeiningar fyrir bitsboard:

Þegar forritið er opnað ýtið á plúsinn niðri í hægra horni skjásins

Því næst view catalog

stækkunarglerið uppi í hægra horninu.

Skrifið íslenskan mín í leitargluggann.

Því næst þarf að biðja um leyfi til að join class.

Eftir það getið þið nálgast allt það efni sem ég hef sett inn á bitsboard.

Á síðunni fjölbreyttar kennsluaðferðir má finna spil þar sem áhersla er lögð á orðaforða sem tengist farartækjum. ATH til að spila spilið þarf að byrja á því að prenta það út.

Til gagns þá er stutt fræðsla á síðu Miðju máls og læsis um þrjú mismunandi þrep orðaforða sem gott er að hafa í huga við málörvun barna til að bæta við flóknari orðum samhliða grunnorðaforða. Að sjálfsögðu þarf að taka tillit til aldurs, áhuga, viðfangsefni og þroska barnsins.

Vonandi eigið þið fræðandi og skemmtilega stund saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: