Ung börn læra sitt annað tungumál

Þegar ég flutti með börnin mín í nýtt málumhverfi nýtti ég mér ýmsar hugmyndir til að hjálpa þeim að stíga sín fyrstu skref í að læra nýtt tungumál. Hér eru nokkur dæmi:

Hljóðbækur á nýja tungumálinu. Sérstaklega gott ef til eru sögur/bækur sem bæði eru til á nýja tungumálinu og íslensku. Mér finnst betra að hlusta á hljóðbækur saman heldur en að lesa svo barnið heyri réttan framburð. Hér í Danmörku höfum við fundið upplesnar bækur á youtube.com og hlustum mikið á Emmu/Lotte og Tuma/Totte og ýmis fjölþjóðleg ævintýri.

Barnaefni á nýja tungumálinu. Börnin læra mest ef horft er á barnaefnið með þeim og spjallað um það sem er að gerast og orð sem gott er að læra. Eins og með hljóðbækurnar getur verið gagnlegt að finna barnaefni sem þau þekkja á móðurmálinu.

Smáforrit / Öpp. Oft er hægt að finna smáforrit á nýja tungumálinu sem hjálpa að byggja upp grunnorðaforða barnsins.

Bók barnsins – aðlögun. Á Orðaleikur má finna hugmynd að bók sem kemur sér mjög vel þegar barn er að aðlagast nýjum leikskóla í nýju málumhverfi. Auðvelt er að nálgast myndir til að útbúa bók fyrir barnið inn á myndasafni Orðaleiks. Það tekur smá tíma að útbúa hana en það kom okkur mjög vel og ég mæli hiklaust með því. Í sýningareintakinu hér að frama er notað forritið Book Creator en vel hægt að nota önnur forrit.

Orðabókin mín. Inni á Orðaleikur eru skjöl þar sem hægt er að prenta út orðabók fyrir barnið. Búið er að fylla út íslensk orð sem gott er að börn byrji á að læra. Bókin er myndskreytt og með auðum reitum þar sem hægt er að skrifa inn orðin á nýja tungumálinu. Ég mæli með að byrja á Bók barnsins – aðlögun og útbúa orðabókina síðar. Gott ráð er að prenta út tvö eintök. Eina til að hafa í leikskólanum og eina heima.

Eftir tveggja mánaða dvöl í nýju landi er þetta það helsta sem hefur reynst okkur vel. Mæli með að skoða vel heimasíðu Orðaleiks en þar eru margar góðar hugmyndir sem hægt er að nýta til að vinna bæði með íslensku og annað tungumál barnsins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: